Fleiri fréttir

Tryggvi kom inn í tapi Halmstad

Tryggvi Hrafn Haraldsson spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir Halmstad í sænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Höskuldur Gunnlaugsson var í byrjunarliðinu en var tekinn út af í byrjun seinni hálfleiks.

Ásgeir Eyþórs farinn frá Fylki

Fylkir verður án varnarmannsins Ásgeirs Eyþórssonar það sem eftir lifir tímabilsins í Inkasso deildinni. Ásgeir hefur spilað í öllum leikjum Fylkis í sumar og skorað eitt mark.

Loksins fékk skynsemin að ráða í brjáluðum heimi félagaskipta

"Loksins mun skynsemin ráða. Loksins er ríkasta deild heimsins að taka af skarið og hætta þessu brjálæði í kringum félagskiptagluggann.“ Svona byrjar Jason Burt, fréttamaður fyrir breska blaðið Telegraph, leiðara sinn um þá ákvörðun að enska úrvalsdeildin ætli að loka fyrir félagaskiptagluggann áður en deildin hefst á næsta tímabili.

Besti leikmaður Grikkja missir af Eurobasket

Hinn frábæri Giannis Antetokounpo verður ekki með Grikkjum á Evrópumótinu í körfubolta sem hefst í lok mánaðarins. Antetokounpo glímir við hnémeiðsli og getur ekki tekið þátt í mótinu.

Arnór Þór skoraði átta í sigri Bergischer

Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur allra í 34-25 sigri Bergischer á Leutershausen í fyrstu umferð þýsku bikarkeppninnar í handbolta í dag. Arnór Þór skoraði átta mörk fyrir lið sitt og átti stórkostlegan leik.

Alan Pardew: Lukaku er of hægur

Alan Pardew og Thierry Henry gagngrýna Romelu Lukaku fyrir að vera of hægur án bolta. Lukaku skoraði í dag sitt þriðja mark í tveimur leikjum fyrir Manchester United.

Barcelona aftan á treyjum leikmanna

Leikmenn spænska liðsins Barcelona hafa ákveðið að spila ekki með nöfn sín aftan á treyjunum í leik liðsins gegn Real Betis á morgun, heldur standi "Barcelona“ aftan á treyjunum til að heiðra fórnarlömb hriðjuverkaárásarinnar sem gerð var á borgina.

Juventus byrjaði á sigri

Ítölsku meistararnir í Juventus byrjuðu titilvörn sína á sigri gegn Cagliari í opnunarleik Seríu A í dag.

Fylkir heldur sér í toppbaráttunni

Fylkir vann 4-1 sigur á Leikni F í Inkasso deildinni í Árbænum í dag. Með sigrinum jafnar Fylkir Þrótt að stigum í öðru sætinu, en Keflavík er með eins stigs forystu á toppi deildarinnar.

Tap gegn Ungverjum

Íslenska landsliðið í körfubolta tapaði 81-66 gegn Ungverjalandi í vináttulandsleik í dag. Leikurinn var liður í undirbúningi liðanna fyrir Evrópumótið sem hefst í lok mánaðarins.

Kári á bekknum í sigri Aberdeen

Landsliðsmaðurinn Kári Árnason var á bekknum í dag þegar lið hans Aberdeen sigraði Dundee í skosku úrvalsdeildinni í knattspyrnu.

Segja Ítala eiga að taka við af De Gea

Spænski markvörðurinn David de Gea hefur undanfarin sumur verið sterklega orðaður við spænska stórveldið Real Madrid, en de Gea er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United.

Formaður FH óánægður með Hafnarfjarðarbæ

Jón Rúnar Halldórsson, formaður knattspyrnudeildar FH, skrifaði pistil á heimasíðu FH í gær þar sem hann fer yfir stöðu mála hjá félaginu. Hann vandar bæjaryfirvöldum Hafnarfjarðarbæjar ekki kveðjurnar og er óánægður með hversu lítið bærinn hefur komið að uppbyggingu hjá félaginu.

Bandaríkin leiða eftir fyrsta dag Solheim bikarsins

Úrvalslið Bandaríkjanna og Evrópu í kvennagólfi mætast nú um helgina í Iowa í Bandaríkjunum þar sem keppt er um Solheim bikarinn. Bandaríkin fara með ágætis forskot inn í annan keppnisdaginn.

Sjá næstu 50 fréttir