Enski boltinn

Birkir og Hörður á bekknum | Aron Einar í byrjunarliði

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Aron Einar Gunnarsson í leik fyrir Cardiff.
Aron Einar Gunnarsson í leik fyrir Cardiff. Vísir/getty
Aron Einar Gunnarsson var að vana í byrjunarliði Cardiff sem sótti Wolves heim.

Cardiff fór með 2-1 sigur í leiknum. Joe Ralls kom liðinu yfir á 54. mínútu áður en Leo Bonatini jafnaði fyrir Wolves á 67. mínútu. Sigurmarkið skoraði Nathaniel Mendez-Laing á 77. mínútu.

Birkir Bjarnason sat allan leikinn á bekknum hjá Aston Villa þegar Norwich City kom í heimsókn á Villa Park.

Conor Hourihane kom Villa yfir á 22. mínútu leiksins eftir sendingu frá Keinan Davis. Villa bættu svo öðru marki við rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar Andre Green skoraði á 42. mínútu.

Josh Murphy minnkaði muninn fyrir Norwich á 60. mínútu, en Conor Hourihane bætti við sínu öðru marki fyrir Aston Villa á 68. mínútu.

Nelson Oliveira skoraði annað mark Norwich á 79. mínútu en Conor Hourihane náði sér í þrennu þegar hann innsiglaði sigur Villa með marki á 85. mínútu

Hörður Björgvin Magnússon sat einnig allan leikinn á bekknum þegar Bristol City tók á móti Millwall. Þeim leik lauk með markalausu jafntefli.

Reading, lið Jóns Daða Böðvarssonar og Axels Óskars Andréssonar, tapaði 1-0 fyrir Preston North End. Jordan Hugill skoraði sigurmarkið á 22. mínútu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×