Leik lokið: Swansea 0 - 4 Man. United | United-menn völtuðu yfir Swansea

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku.
Romelu Lukaku. Vísir/Getty
Manchester United vann 0-4 sigur á Swansea í fyrsta leik helgarinnar í ensku úrvalsdeildinni.

Eric Bailly skoraði fyrsta mark leiksins rétt fyrir lok fyrri hálfleiks þegar hann var fljótastur að bregðast við og setja boltann í markið eftir að Paul Pogba skallaði í slána.

United skoraði svo þrjú mörk á fimm mínútum í seinni hálfleik og gerðu út um leikinn. Romelu Lukaku heldur áfram að skora fyrir sitt nýja félag, en hann setti boltann í netið á 80. mínútu. 

Aðeins 78 sekúndum seinna fann Henrik Mkhitaryan Paul Pogba í hlaupinu og Frakkinn setti boltann snyrtilega í markið. 

Anthony Martial innsiglaði svo sigurinn þegar hann skoraði á 84. mínútu. 

Þetta er annar leikurinn í röð sem United vinnur með fjórum mörkum og sitja þeir eins og er á toppi deildarinnar með 6 stig. 



Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira