Fótbolti

Raggi Sig kom inn á í sigurleik | Guðlaugur Victor byrjaði fyrir Zürich

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ragnar spilaði fyrir Fulham á síðasta tímabili.
Ragnar spilaði fyrir Fulham á síðasta tímabili. vísir/getty
Landsliðsmiðvörðurinn Ragnar Sigurðsson kom inn sem varamaður á 77. mínútu þegar Rubin Kazan vann 6-0 sigur á Anzi Makhackala í rússnesku úrvalsdeildinni.

Hinn brasilíski Jonathas skoraði tvö mörk í fyrri hálfleik og Gokdeniz Karadeniz og Elmir Nabiullin skoruðu sitt markið hvor fyrir Rubin Kazan.

Yann M'Vila og Maxime Lestienne bættu svo við tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla undir lok leiksins og innsigluðu stórsigur Rubin Kazan.

Með sigrinum er liðið komið með 11 stig í rússnesku deildinni efitr sjö leiki.

Ólafur Ingi SKúlason byrjaði á bekknum fyrir tyrkneska liðið Karabükspor gegn Basaksehir í dag. Ólafur Ingi kom inn fyrir Christian Tanase á 86. mínútu.

Karabükspor vann leikinn 3-1 og er með fjögur stig eftir tvo leiki í tyrknesku úrvalsdeildinni.

Guðlaugur Victor Pálsson var í byrjunarliðinu fyrir Zürich þegar liðið fékk Young Boys í heimsókn í toppslag í svissnesku úrvalsdeildinni.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli og heldur Zürich því toppsæti deildarinnar, en liðið er stigi fyrir ofan Young Boys.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×