Enski boltinn

Conte setur nýju mennina í byrjunarliðið | Liðin á Wembley í dag

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alvaro Morata byrjar hjá Chelsea í dag.
Alvaro Morata byrjar hjá Chelsea í dag. Vísir/Getty
Knattspyrnustjórarnir Antonio Conte og Mauricio Pochettino hafa tilkynnt byrjunarlið sín fyrir leik Tottenham og Chelsea en þarna er á ferðinni stórleikur umferðarinnar milli tveggja bestu liðanna á síðustu leiktíð.

Antonio Conte setur spænska framherjann Alvaro Morata í byrjunarliðið sitt og þá spilar Tiemoue Bakayoko sinn fyrsta leik fyrir Chelsea. Gary Cahill tekur út leikbann eftir rauða spjaldið um síðustu helgi og Andreas Christensen tekur stöðu hans.

Mauricio Pochettino gerir tvær breytingar á liðinu sem vann Newcastle í fyrstu umferðinni. Kieran Trippier kemur inn fyrir Kyle Walker-Peters í hægri bakvarðarstöðuna og þá er Victor Wanyama inn á miðjunni í staðinn fyrir Moussa Sissoko.  



Byrjunarlið Tottenham í leiknum:







Byrjunarlið Chelsea í leiknum:








Fleiri fréttir

Sjá meira


×