Fótbolti

Gunnhildur Yrsa skoraði fyrir Vålerenga

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir. vísir/tom
Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir var á skotskónum fyrir lið sitt Vålerenga gegn Arna-Bjørnar í norsku úrvalsdeildinni í dag.

Estelle Nahi skoraði tvö mörk fyrir Arna-Bjørnar á fyrstu fimm mínútum leiksins. Anne Olsen náði að klóra í bakkann fyrir Vålerenga á 34. mínútu áður en Gunnhildur Yrsa jafnaði leikinn á 63. mínútu.

Í uppbótartíma skoraði hin Bandaríska Elise Krieghoff sigurmarkið fyrir Vålerenga sem fór með 3-2 sigur af hólmi.

Vålerenga er með sigrinum komið í 20 stig í deildinni og situr í 7. sæti.

Hin íslensk-ættaða María Þórisdóttir var í byrjunarliði Klepp sem tók á móti Sandviken í dag. Leiknum lauk með 0-0 jafntefli og situr Klepp með 24 stig í 6. sætinu í deildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×