Enski boltinn

Segja Ítala eiga að taka við af De Gea

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
David de Gea stendur vaktina í búrinu hjá Rauðu djöflunum.
David de Gea stendur vaktina í búrinu hjá Rauðu djöflunum. visir/getty
David de Gea má loksins fara til spænska stórveldisins Real Madrid ef marka má sögusagnir enska miðilsins The Sun. De Gea er á mála hjá enska úrvalsdeildarliðinu Manchester United en hefur síðustu tvö sumur verið sterklega orðaður við Evrópumeistarana frá Madríd.

Samkvæmt heimildum Sun ætla forráðamenn United að festa kaup á ítalska markmanninum Gianluigi Donnarumma frá AC Milan næsta sumar, fari svo að Mílanó-liðið nái ekki sæti í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. 

De Gea er samningsbundinn United þangað til 2019, en hann vill ólmur komast eins fljótt og hægt er aftur til síns heimalands. Síðasta sumar voru félagaskiptin svo gott sem frágengin, en klúður í pappírsvinnunni olli því að markmaðurinn varð áfram í Manchesterborg. 

De Gea er af mörgum talinn einn besti markmaður heims og vilja United-menn því ekki láta hann fara nema vera öruggir með mann í hans stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×