Íslenski boltinn

Ásgeir Eyþórs farinn frá Fylki

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ásgeir Eyþórsson í leik með Fylki í sumar.
Ásgeir Eyþórsson í leik með Fylki í sumar. Vísir/Ernir
Fylkir verða án varnarmannsins Ásgeirs Eyþórssonar á endasprettinum í toppbaráttunni í Inkasso deildinni.

Ásgeir, sem hefur verið fastamaður í Fylkisliðinu í sumar, er á leið erlendis í nám.

Helgi Sigurðsson, þjálfari Fylkis, staðfesti þetta í viðtali við fótbolta.net í gær eftir 4-1 sigur Fylkis á Leikni frá Fáskrúðsfirði.

„Það er alltaf vont að missa góða menn en við erum með breiðan hóp og við höfum vitað af þessu í smá tíma. Það er alltaf vont að missa menn en við erum alveg með stráka til að leysa þá stöðu og erum ekkert að velta okkur of mikið upp úr því," sagði Helgi.

Ásgeir hefur komið við sögu í öllum leikjum Fylkis í Inkasso deildinni til þessa og skorað í þeim eitt mark.

Fylkir er í öðru sæti Inkasso deildarinnar, stigi á eftir toppliði Keflavíkur, þegar 17. umferðum er lokið.


Tengdar fréttir

Fylkir heldur sér í toppbaráttunni

Fylkir vann 4-1 sigur á Leikni F í Inkasso deildinni í Árbænum í dag. Með sigrinum jafnar Fylkir Þrótt að stigum í öðru sætinu, en Keflavík er með eins stigs forystu á toppi deildarinnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×