Fleiri fréttir

Fjöldamótmæli í Madrid: Hægrimenn krefjast þingkosninga

Lögregluyfirvöld áætla að um 45 þúsund manns hafi fjölmennt á mótmælin sem fóru fram á Colón torgi í borginni. Mótmælendur kröfðust þess að boðað yrði til kosninga en skoðanakannanir sýna að flokkarnir þrír, sem boðuðu til mótmælanna, gætu myndað meirihlutastjórn ef gengið yrði til þingkosninga í dag.

May biður um lengri tíma

Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, mun óska eftir því við breska þingið að fá lengri tíma til að semja um breytingar á útgöngusamningi við Evrópusambandi, einkum hvað varðar umdeildustu þætti samningsins er varða landamæri Norður-Írlands. Hún hyggist leita til þingsins í vikunni eftir að hafa reynt að sannfæra yfirvöld í Brussel um að gera breytingar fyrirliggjandi samningi á skömmum tíma.

Bandaríkjastjórn í viðræðum við venesúelska herinn

Bandaríkjastjórn á í viðræðum við nokkra einstaklinga innan venesúelska hersins en markmiðið er að fá herinn til að snúa baki við Nicolas Maduro sem hefur gegnt embætti forseta Venesúela frá árinu 2013.

Lýsa yfir neyðarástandi vegna ísbjarna

Yfirvöld á rússneska eyjaklasanum Novaja Semlja í Norður-Íshafi hafa lýst yfir neyðarástandi vegna tíðra árása ísbjarna á íbúa svæðisins.

Valdamiklar á efri árum

Nancy Pelosi, Maxine Waters, Donna Shalala og Ruth Bader Ginsberg eru með valdamestu konum í Bandaríkjunum og eru allar á áttræðis- og níræðisaldri.

Óvenjulegt framboð

Taílensk prinsessa í framboð fyrir flokk Shinawatra-fjölskyldunnar gegn flokki herforingjastjórnarinnar. Framboðið er sagt algjörlega fordæmalaust.

Vandi Bretlands ekki leystur með Brexit

New Economics Foundation kalla eftir "nýju hagkerfi“ og öðruvísi og grænni leiðum til að skipuleggja það. Framkvæmdastýra segir að breytingarnar verði að vera í samráði við fólk og að ávallt þurfi að gæta að félagslegu jafnr

Vörðust sveðjuárás trúða með hlaupahjóli

Bandarískum hjónum var brugðið í byrjun mánaðar þegar tveir karlmenn, klæddir í trúðagrímur, réðust að þeim er þau sátu í bíl sínum. Neyðin kennir þó naktri konu að spinna.

Albert Finney fallinn frá

Enski leikarinn Albert Finney, sem fimm sinnum var tilnefndur til Óskarsverðlauna, er látinn, 82 ára að aldri.

Fjöldi látinna í Brasilíu nú kominn í 125

Talsmenn brasilískra yfirvalda hafa staðfest að 125 manns hafi farist og 182 sé enn saknað eftir að stífla brast í járngrýtisnámu í Minas Garais í suðausturhluta landsins 25. janúar síðastliðinn.

Lengst starfandi þingmaður Bandaríkjanna látinn

John Dingell, lengst starfandi þingmaður í sögu Bandaríkjanna lést í gær. Hann var 92 ára gamall og hafði hann setið á fulltrúadeild Bandaríkjaþings fyrir Demókrataflokkinn frá 1955 til 2014 eða í 59 ár.

Sjá næstu 50 fréttir