Erlent

Handtekin eftir að fjögur börn þeirra fórust í bruna

Atli Ísleifsson skrifar
Keegan, Tilly Rose, Olly og Riley fórust öll í brunanum.
Keegan, Tilly Rose, Olly og Riley fórust öll í brunanum. Lögregla í Staffordskíri
Lögregla í Bretlandi hefur handtekið karl og konu vegna gruns um manndráp af gáleysi eftir að fjögur börn fórust í eldsvoða í húsi í hverfinu Highfields í bænum Stafford á þriðjudaginn.

Lögregla  greinir frá því að 24 ára kona og 28 ára karlmaður séu í haldi vegna málsins og segir Guardian  að um foreldra barnanna að ræða.

Riley Holt, átta ára, Keegan Unitt, sex ára, Tilly Rose Unitt, fjögurra ára og Olly Unitt, þriggja ára, létu öll lífið í brunanum sem varð í bænum Highfields.

Getty
Natalie Unitt og Chris Moulton, móðir barnanna og faðir, stukku út um glugga á fyrstu hæð ásamt tveggja ára bróður systkinanna eftir að eldurinn kom upp.

Lögregla í Staffordskíri kveðst gera sér grein fyrir kröfu almennings um frekari upplýsingar en beinir því jafnframt til almennings að vera ekki með getgátur um hvað hafi gerst.

Rannsókn stendur enn yfir varðandi upptök eldsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×