Erlent

Simpansar á flótta frá dýragarðinum í Belfast

Andri Eysteinsson skrifar
Þessi simpansi er ekki einn af þeim sem flúðu í Belfast. Þessi býr í Brasilíu.
Þessi simpansi er ekki einn af þeim sem flúðu í Belfast. Þessi býr í Brasilíu. EPA/Fernando Bizerra Jr.
Simpansar í dýragarðinum í Belfast í Norður-Írlandi tóku í gær upp á því að flýja úr afgirtu svæði þeirra. Simpansarnir notuðu til verksins grein sem þeir brutu af tré á svæðinu. AP greinir frá.

Stormurinn Erik hefur geisað á Bretlandseyjum nýverið og segja dýragarðsstarfsmenn að stormurinn hafi valdið því að hægt var að brjóta greinina af.

Fjölskylda ein sem heimsótti garðinn fékk vegna flótta simpansana heldur meira fyrir peninginn en aðrir gestir. Einn simpansanna sem komst út gekk heldur nálægt fjölskyldunni sem tók atvikið upp á myndband sem sjá má neðst í fréttinni. Fjölskyldan er ekki á eitt sátt með aðstæðurnar sem sköpuðust.

Að sögn dýragarðsstarfsmanna sneru simpansarnir að endingu aftur inn í búrið,„þeir eru gáfaðir prímatar og vissu að þeir ættu ekki að vera fyrir utan sitt svæði“ sagði dýragarðsvörðurinn Alyn Cairns við BBC.

Skammt er síðan annað dýr slapp úr dýragarðinum í Belfast en fyrir tveimur vikum síðar olli bilun í rafmagnsgirðingum því að rauð panda slapp. Pandan sú fannst seinna í innkeyrslu húss í nágrenni garðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×