Erlent

Tíu ungir fótboltamenn fórust í eldsvoða í Brasilíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Ekki er búið að bera kennsl á þá sem dóu en miðlar í Brasilíu segja eldinn hafa komið upp í heimavist ungra leikmanna félagsins og að öll fórnarlömbin séu ung.
Ekki er búið að bera kennsl á þá sem dóu en miðlar í Brasilíu segja eldinn hafa komið upp í heimavist ungra leikmanna félagsins og að öll fórnarlömbin séu ung. AP/Leo Correa
Minnst tíu eru látnir eftir að eldur braust út í æfingabúðum fótboltafélagsins Flameng í Rio de Janeiro í Brasilíu í morgun. Ekki er búið að bera kennsl á þá sem dóu en miðlar í Brasilíu segja eldinn hafa komið upp í heimavist ungra leikmanna félagsins og að öll fórnarlömbin séu ung. Vitað er til þess að 14 til 17 ára gamlir leikmenn notuðust við vistina.

Þrír eru sagðir hafa slasast. Þeir eru 14, 15 og sextán ára gamlir.

Reuters hefur eftir slökkviliðsmanni að ungmennin hafi verið sofandi þegar eldurinn kom upp.

BBC vitnar í fréttastofu G1 í Brasilíu sem segir eldinn hafa brotist út klukkan 5:10 að staðartíma og hann hafi verið slökktur klukkan 7:30. Upptök eldsins liggja ekki fyrir að svo stöddu.



Flamengo er eitt af stærri félögum Brasilíu og hafa nokkrir heimsþekktir leikmenn farið í gegnum ungliðabúðir félagsins. Má þar nefna Ronaldinho, Romario og Bebeto.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×