Fleiri fréttir

Ivanka Trump segist ekki taka við af Nikki Haley

Eftir tilkynningu Haley, sem fór fögrum orðum um Ivönku Trump og eiginmann hennar Jared Kushner, veltu stjórnmálasérfræðingar og samfélagsrýnendur fyrir sér hvort Trump hefði í hyggju að tilnefna dóttur sína í embætti sendiherra Bandaríkjanna hjá Sameinuðu þjóðunum.

Býður Kanye West í heimsókn

Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið rapparanum Kanye West í heimsókn í Hvíta húsið til að ræða um fangelsismál, atvinnuleysismál og glæpatíðni í Chigaco en West ólst upp í borginni og hefur lýst því yfir að hann vilji flytja þangað á ný.

Nikki Haley segir upp

Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna við Sameinuðu þjóðirnar, hefur sagt starfi sínu lausu. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, er sagður hafa móttekið og samþykkt uppsögn hennar.

Trump-liðar telja sig svikna af Taylor Swift

Yfirlýsing Taylor Swift um að hún ætli sér að kjósa Demókrata í þingkosningunum í Bandaríkjunum í nóvember kom stuðningsmönnum Donald Trump, forseta, á Reddit og 4chan verulega á óvart.

Ástralar taka ekki í mál að hætta að brenna kol

Ástralar segja ekki koma til greina að hlýta varnaðarorðum hinnar svörtu loftslagsskýrslu sem gefin var út í gær en í skýrslunni er meðal annars lagt til að kolaframleiðslu verði hætt fyrir árið 2050.

Konur fjarlægjast Repúblikanaflokkinn

Sífellt færri bandarískar konur skilgreina sig sem Repúblikana og fækkunin staðið yfir um nokkuð skeið. Hins vegar virðist sem að hægur straumur hafi orðið að flóði í forsetatíð Donald Trump.

Neyðarástand vegna fellibyls

Fellibylurinn Michael stefnir á Flórída. Spár gera ráð fyrir því að hann gangi á land sem annars stigs fellibylur á morgun. Neyðarástandi lýst yfir og varað við hvassviðri, mikilli úrkomu, hækkandi sjávarborði og flóðum.

Höfum tólf ár til að ná loftslagsmarkmiðum

Vísindanefnd Sameinuðu Þjóðana gaf út nýja skýrslu í dag um stöðu loftslagsmála en þar eru ríki heims hvött til að leggja meira af mörkum til að sporna gegn hlýnun jarðar.

36 stúlkur barðar fyrir að kvarta undan kynferðislegri áreitni

36 stúlkur á aldrinum tíu til fjórtán ára, þurftu að leita aðstoðar á sjúkrahúsi á Indlandi eftir að hópur táningsdrengja og foreldrar þeirra gengu í skrokk á þeim eftir að stúlkurnar kvörtuðu undan kynferðislegri áreitni drengjanna.

Madsen unir lífstíðardómi

Madsen var fyrr á þessu ári dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana á síðasta ári.

Heilu hverfin sukku í for

Talið er að um 5.000 manns hafi farist þegar tvö hverfi í borginni Palu í Indónesíu sukku í forarsvað þegar öflugur jarðskjálfti reið yfir landið í síðasta mánuði.

Forseti Interpol segir af sér

Meng Hongwei, forseti Interpol, sem nú er í haldi kínverskra stjórnvalda, hefur sagt af sér. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem Interpol gaf út á Twitter reikningi sínum í kvöld.

Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu

Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu.

Erdogan fylgist náið með máli blaðamannsins

Recep Tayyip Erdogan, forseti Tyrklands, segist hafa verið farinn að fylgjast með máli blaðamannsins Jamal Khashoggi þegar fréttir þess efnis að hann hefði verið myrtur voru birtar í gær.

Sjá næstu 50 fréttir