Erlent

Stunginn til bana í verslunarmiðstöð í Svíþjóð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Við Stortorget í Malmö
Við Stortorget í Malmö Vísir/Egill Aðalsteinsson
Karlmaður var stunginn til bana í verslunarmiðstöðinni Rosengårds center í Malmö í Svíþjóð í morgun. Skömmu síðar var annar karlmaður handtekinn í íbúð grunaður um morðið. SVT greinir frá.

Lögregla fékk tilkynningu upp úr klukkan níu að staðartíma í morgun og sendi fjölda lögreglumanna á vettvang. Þar lá maður í sárum sínum eftir hnífsstungu og lést af völdum þeirra skömmu síðar. Verslunarmiðstöðin hefur verið rýmd og henni lokað á meðan lögregla og tæknilið er á vettvangi.

Fjölmiðlafulltrúi lögreglunnar vildi lítið tjá sig um málið við fjölmiðla. Hann staðfesti að um tvo karlmenn væri að ræða, hinn látna og hinn grunaða. Annars væri lítið um málið að segja á þessu stigi.


Tengdar fréttir

„Getur reynst erfitt að eignast sænska vini“

Hlutfall innflytjenda í Malmö er umtalsvert hærra en í öðrum sænskum stórborgum en samkvæmt tölum frá borgaryfirvöldum í Malmö hefur þriðjungur allra íbúa fæðst í öðru landi en Svíþjóð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×