Erlent

Þrítugri blaðakonu nauðgað og hún myrt í Búlgaríu

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Victoria Marinova
Victoria Marinova
Þrítugri búlgarskri rannsóknarblaðakonu var nauðgað og hún myrt í gær í borginni Ruse í Búlgaíu. Hún hafði verið að rannsaka spillingarmál innan búlgarska stjórnkerfisins. Politico greinir frá þessu.

Konan, sem hét Victoria Marinova, var rannsóknarblaðakona og framleiðandi á sjónvarpsfréttastöðinni TVN. Hún var að vinna að rannsókn á spillingarmálum tengdum fjárveitingum Evrópusambandsins til staðbundinna sveitastjórna í Búlgaríu þegar hún var myrt.

Lögreglan í Ruse hefur gefið út að ekkert bendi til þess að morðið tengist starfi Marinova, en andspillingarhreyfingar og meðlimir Evrópuþingsins hafa kallað eftir ítarlegri rannsókn á málinu.

Þetta er í þriðja skiptið á innan við ári sem blaðamaður er myrtur innan Evrópusambandsins en í október 2017 var maltneska blaðakonan Daphne Caruana Galizia myrt með bílsprengju. Þá var slóvakíski blaðamaðurinn Ján Kuciak myrtur í febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×