Erlent

Ljónsungi varð á vegi skokkara í Hollandi

Sylvía Hall skrifar
Ljónsunginn sem fannst var um fjögurra mánaða gamall. Þetta er þó ekki hann.
Ljónsunginn sem fannst var um fjögurra mánaða gamall. Þetta er þó ekki hann. Vísir/EPA
Skokkari í Hollandi lenti heldur betur í óvæntri uppákomu þegar yfirgefinn ljónsungi varð á vegi hans á akri rétt fyrir utan Utrecht í morgun. Ljónsunginn, sem var í búri þegar hann fannst, er talinn vera fjögurra mánaða gamall.

Dýralæknir skoðaði ungann og var hann síðar fluttur til Ljónasamtaka þar í landi. Lögregla á svæðinu hefur lýst eftir eiganda ungans.

Lögreglan í Tienhoven birti mynd af unganum í búrinu á Twitter-reikningi sínum í dag og sögðust hafa fengið heldur óvenjulegt útkall þann daginn. Búrið sem unginn var í þótti heldur ótraust og telur lögreglan ungan hæglega hafa getað sloppið úr því.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×