Erlent

Býður Kanye West í heimsókn

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið rapparanum Kanye West í heimsókn í Hvíta húsið til að ræða um fangelsismál, atvinnuleysismál og glæpatíðni í Chigaco en West ólst upp í borginni og hefur lýst því yfir að hann vilji flytja þangað á ný.
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið rapparanum Kanye West í heimsókn í Hvíta húsið til að ræða um fangelsismál, atvinnuleysismál og glæpatíðni í Chigaco en West ólst upp í borginni og hefur lýst því yfir að hann vilji flytja þangað á ný. vísir/ap
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur boðið rapparanum Kanye West í heimsókn í Hvíta húsið á fimmtudag til að ræða um fangelsismál, atvinnuleysismál og glæpatíðni í Chigaco en West ólst upp í borginni og hefur lýst því yfir að hann vilji flytja þangað á ný.

„Hann er frábær gaur,“ sagði Trump við blaðamenn fyrir fund hans með rapparanum og bætti við að West væri mjög hrifinn af aðgerðum stjórnvalda.

West kemur til með að hitta bæði Trump og Jared Kushner. Hinn síðarnefndi hefur farið fyrir aðgerðum til umbóta á refsivörslukerfinu í Bandaríkjunum.

West var einnig fenginn til að ræða leiðir til að koma í veg fyrir ofbeldi glæpaklíka og lækka glæpatíðni í Chicago. Heimsókn West kemur í kjölfar heimsóknar eiginkonu hans Kim Kardashian sem fékk Trump til að milda lífstíðarfangelsisdóm yfir Alice Marie Johnson.

West hætti á öllum samskiptamiðlum á dögunum eftir að hafa valdið miklu fjaðrafoki fyrir að tala um aðdáun sína á Bandaríkjaforseta. Hann setti upp derhúfu með áletruninni „Gerum Bandaríkin glæst á ný,“ og birti á samfélagsmiðlum en setningin var slagorð Trumps í forsetakosningunum 2016.

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×