Erlent

Gríðarleg sprenging og eldhaf í stærstu olíuhreinsistöð Kanada

Jóhann K. Jóhannsson skrifar
Mikil sprenging varð í stærstu olíuhreinsunarstöð Kanada í morgun. Miklar eldtungur og kolsvartur reykur steig upp frá verksmiðjunni sem staðsett er nærri borginni Saint John. Tildrög sprengingarinnar og eldsvoðans er ókunn og ekki liggja fyrir upplýsingar um slys á fólki en sjúkrahús í nágrenni voru sett á appelsínugult viðbúnaðarstig.

Unnið er að slökkvistarfi og hafa lögregluyfirvöld beðið fólk að vera ekki á ferli nærri vettvangi. Olíurisinn Irving Oil, sem er eigandi hreinsistöðvarinnar, staðfesti með tilkynningu á Twitter, að alvarlegt atvik hafi komið upp í dag.

Á fréttavef Reuters sjást myndbönd sem íbúar í grennd við olíuhreinsistöðina hafa birt á samfélagsmiðlum og sýna umfangið en í stöðinni eru unnar um 320 þúsund olíutunnur á dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×