Fleiri fréttir

Omarosa segir Trump vera rasista

Omarosa Manigault Newman, fyrrverandi starfsmaður Hvíta hússins og þar áður keppandi í raunveruleikasjónvarpsþáttum Trump, segir að hann hafi ítrekað notað "N-orðið“ við tökur Apprentice þáttanna og það sé til á upptökum.

Casey Affleck biðst afsökunar á ófagmannlegri hegðun

Casey Afleck hefur beðist afsökunar á hegðun sinni við tökur á myndinni I'm still here sem kom út árið 2010. "Ég hagaði mér, og leyfði öðrum að haga sér, á mjög ófagmannlegan hátt og mér þykir það leitt,“ sagði Affleck í viðtali við Associated Press.

Eltur á röndum af ungum íkorna

Lögregla í Karlsruhe í Þýskalandi fékk tilkynningu frá manni í bænum sem bað um hjálp vegna þess að íkorni elti hann á röndum. Um var að ræða íkornaunga. Maðurinn gat með engu móti hrist dýrið af sér og stóð eltingaleikurinn enn yfir þegar lögregla kom á svæðið.

Yfir 1.400 sögð hafa látist í Púertó Ríkó

Ríkisstjórn Púertó Ríkó birti í gær skýrslu þar sem fram kom að 1.427 hafi farist vegna fellibylsins Maríu sem reið yfir eyjuna þann 20. september síðastliðinn. Sú tala er margfalt hærri en talan sem ríkisstjórnin gaf fyrst upp, 64.

Viðurkennir að hafa orðið Sunnivu að bana

Sautján ára piltur sem er í haldi norsku lögreglunnar hefur viðurkennt að hafa orðið hinni þrettán ára Sunnivu Ødegård að bana í bænum Varhaug í Rogalandi aðfaranótt mánudagsins 30. júlí.

Enn einn skjálftinn á Lombok

Þriðji stóri jarðskjálftinn á rúmri viku reið yfir ferðamannaeyjuna Lombok í Indónesíu í morgun.

Höfnuðu frumvarpi um þungunarrof

Öldungadeild argentínska þingsins hafnaði í morgun frumvarpi sem hefði heimilað þungunarrof í landinu fram að 14 viku meðgöngunnar.

Enn ein morðhrinan skekur Chicago

Lögreglu gengur illa að hafa hendur í hári sökudólga. 74 skotárásir gerðar um helgina og þrettán myrtir. Hundruð lögregluþjóna sendir í ofbeldisfyllstu og fátækustu hverfin og borgarstjóri biðlar til almennings um hjálp.

Biti tekinn við landamærin

Lögreglan í Simbabve náði rétt að bíta í hælana á fyrrverandi fjármálaráðherranum Tendai Biti á landamærunum við Sambíu er hann reyndi að flýja land í gær.

Rítalín best við barna-ADHD

Heppilegast og öruggast er að nota Rítalín og önnur skyld lyf með virka efnið meþílfenídat, til að meðhöndla athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) hjá börnum.

Sádi-Arabar vilja enga málamiðlun

Sádi-Arabar hafa engan áhuga á málamiðlun í nýrri deilu þeirra við Kanada. Þetta hafði AFP eftir utanríkisráðherranum Adel al-Jubeir í gær.

Ætlar ekki að svara spurningum Mueller

Lögmenn forsetans óttast að rannsakendur Mueller gætu leitt Trump í gildru og óttast að hann myndi ljúga að þeim, sem er í sjálfu sér glæpur samkvæmt lögum Bandaríkjanna.

Sprengjum rignir yfir landamæri Ísrael og Gasa

Eldflaugum var skotið frá Gasaströndinni á Ísrael í dag og Ísraelar gerðu loftárásir á Gasa, þrátt fyrir að báðar fylkingar hafi rætt um árangur í vopnahlésviðræðum síðustu daga.

Sjá næstu 50 fréttir