Erlent

Sádi-Arabar vilja enga málamiðlun

Þórgnýr Einar Albertsson skrifar
Sendiráð Kanada í Ríad. Yfirvöld í Sádí-Arabíu ráku kanadiska sendiherrann heim vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar Kanada um að Sádar slepptu mannréttindafrömuðum úr haldi.
Sendiráð Kanada í Ríad. Yfirvöld í Sádí-Arabíu ráku kanadiska sendiherrann heim vegna yfirlýsingar ríkisstjórnar Kanada um að Sádar slepptu mannréttindafrömuðum úr haldi. Vísir/EPA
Sádi-Arabar hafa engan áhuga á málamiðlun í nýrri deilu þeirra við Kanada. Þetta hafði AFP eftir utanríkisráðherranum Adel al-Jubeir í gær. „Kanadamenn gerðu reginmistök og þau mistök ber þeim að leiðrétta,“ sagði al-Jubeir.

Tíst kanadíska utanríkisráðuneytisins á föstudag, þar sem áhyggjum var lýst af handtöku sádiarabíska aktívistans Samar Badawi, sem berst fyrir auknum réttindum kvenna, er neistinn sem kveikti þessa deilu.

Sádi-Arabar brugðust harkalega við. Hafa meðal annars sett öll áform um viðskipti við Kanada og fjárfestingu þar í landi á ís, aflýst flugi til Toronto, sparkað kanadíska sendiherranum úr landi, kallað sendiherra sinn heim frá Kanada og á þriðjudag var tilkynnt að allir sádiarabískir sjúklingar í Kanada yrðu sendir á sjúkrahús í öðrum löndum.




Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×