Erlent

Til rannsóknar vegna búrku-ummæla

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Það verður verkefni óháðrar nefndar Íhaldsflokksins að meta hvort Boris Johnson hafi brotið gegn siðareglum flokksins.
Það verður verkefni óháðrar nefndar Íhaldsflokksins að meta hvort Boris Johnson hafi brotið gegn siðareglum flokksins. Vísir/getty
Óháð nefnd mun taka ummæli Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands, til rannsóknar eftir að formlegar kvartanir voru lagðar fram sem voru þess efnis að þau brytu í bága við siðareglur breska Íhaldsflokksins. Huffington Post greinir frá þessu.

Sjá nánar: Kominn í vandræði vegna búrku-ummæla

Í skoðanapistli Johnson sem birtist í The Telegraph á mánudag segir hann að „það sé algjörlega fáránlegt að fólk kjósi að líta út eins og bréfalúga,“ í umfjöllun um hið svokallaða búrkubann sem Danmörk tók í gildi fyrir rúmri viku.

Þrátt fyrir að Johnson leggist gegn búrkubanni segist hann vera hlynntur takmörkunum. Þannig myndi hann ekki veigra sér við að biðja konu um að fjarlægja andlitsblæjuna ef hún mætti á skrifstofu hans í viðtalstíma.

„Ef kvenkyns nemandi myndi mæta í skólann eða á fyrirlestur í háskólanum klædd eins og bankaræningi þá ætti það sama við um hana. Skólayfirvöld ættu að geta talað opinskátt við þá sem þeim er gert að leiðbeina,“ segir Johnson í pistlinum en hann er fastur dálkahöfundur á The Telegraph.

Ummælin hafa valdið miklu fjaðrafoki og hafa margir krafist þess að hann biðjist afsökunar en í þeim hópi er forsætisráðherra landsins, Theresa May, sem segir augljóst að hann hafi bæði sært og móðgað með ummælum sínum.

Óháð nefnd skal, samkvæmt flokksreglum, vera skipuð þremur óháðum aðilum og það kemur í þeirra hlut að rannsaka umkvörtunarefnið og skera úr um hvort Johnson verði rekinn úr þingflokkum.


Tengdar fréttir

Skiptar skoðanir um búrkubann í Danmörku

Danskir fjölmiðlar taka ýmist afstöðu með eða á móti búrkubanninu svokallaða sem tók gildi í gær. Afar skiptar skoðanir eru um bannið að sögn íslensks fréttaljósmyndara sem starfar í Kaupmannahöfn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×