Fleiri fréttir

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Viðskiptastríð er í uppsiglingu milli Bandaríkjamanna og Kína eftir að Donald Trump kynnti 25 prósenta toll á kínverskar vörur. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2.

„Án hjúkrunar er ekkert heilbrigðiskerfi“

Hjúkrunarráð Landspítalans lýsir yfir þungum áhyggjum af skorti á hjúkrunarfræðingum. Þá brýnir ráðið fyrir stjórnvöldum að standa við orð sín og bæta stöðu hjúkrunar á spítalanum.

Fagna hertu eftirliti með heimagistingu

Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar fagnar sérstöku átaksverkefni um hert eftirlit með heimagistingu sem ríkisstjórnin samþykkti nýverið.

Flokksforystan í þröngri stöðu

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins hafa ýmsar skýringar á klofningi í flokknum. Brynjar Níelsson segir vandamálið í höfuðvíginu Vestmannaeyjum að Páll Magússon hafi ekki stutt flokkinn og það dragi dilk á eftir sér.

Kvarta undan herferð Félags garðyrkjumanna

Innnes hefur kvartað til Neytendastofu vegna auglýsingaherferðar sem ber saman innflutt og innlent grænmeti. Framkvæmdastjóri félags garðyrkjumanna segir herferðina hafa átt að vera skemmtilega. "Ekki allir sem hafa húmor fyrir þessu.“

Tugir misstu vinnuna í bið eftir svörum

Forstjóri Odda gagnrýnir Samkeppniseftirlitið fyrir að bregðast seint við erindum vegna íþyngjandi skilyrða. Biðu í eitt og hálft ár eftir svari. Rekstri Plastprents og Kassagerðarinnar hætt í byrjun árs og 86 manns sagt upp.

„Örvænting og reiði“ hjá þeim sem bera ábyrgðina

Páll Magnússon segist ekki hafa stutt H-listann, klofningsframboð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum, í sveitarstjórnarkosningunum. Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna í Eyjum hefur lýst yfir vantrausti á Pál og styður hann ekki áfram sem þingmann kjördæmisins. Páll segir menn reyna að finna blóraböggul fyrir tapi flokksins í Eyjum.

Slasaður göngumaður á Vaðlaheiði

Björgunarsveitir á Akureyri og Svalbarðseyri voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 19 í kvöld vegna slasaðs göngumanns á Vaðlaheiði.

120 fengið að vita af stökkbreytingu í BRCA2

Frá því í fyrrakvöld hefur fólk sem óskaði eftir upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu um hvort það hafi stökkbreytingu í geni fengið niðurstöðu senda. Af tíu þúsund niðurstöðum eru 120 með stökkbreytingu.

Sjá næstu 50 fréttir