Innlent

Varað við neyslu eitraðra kræklinga úr Hvalfirði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Eitrið getur valdið kviðverkjum, niðurgangi, ógleði og uppköstum. Einkenni koma fram fljótlega eftir neyslu og líða hjá á nokkrum dögum.
Eitrið getur valdið kviðverkjum, niðurgangi, ógleði og uppköstum. Einkenni koma fram fljótlega eftir neyslu og líða hjá á nokkrum dögum. Vísir

Matvælastofnun varar við tínslu og neyslu á kræklingi úr Hvalfirði í sumar vegna eiturþörunga úr firðinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Matvælastofnun.

Fulltrúar Matvælastofnunar söfnuðu kræklingi 11 júní síðastliðinn við Fossá í Hvalfirði. Tilgangurinn var að kanna hvort almenningi sé óhætt að tína krækling í Hvalfirði. Niðurstöður mælinga leiddu í ljós að DSP-þörungaeitur er enn yfir viðmiðunarmörkum í kræklingi þó magnið hafi lækkað nokkuð frá síðustu mælingum.

Vöktun á eiturþörungum sýnir að Dynophysis-þörungurinn sem veldur DSP-eitrun er einnig yfir viðmiðunarmörkum og því má búast við DSP-eitur verði viðvarandi í kræklingi í Hvalfirði í sumar. 

Eitrið getur valdið kviðverkjum, niðurgangi, ógleði og uppköstum. Einkenni koma fram fljótlega eftir neyslu og líða hjá á nokkrum dögum. 

Vakin er athygli á því að neytendur hafa ekki ástæðu til að varast krækling (bláskel) sem ræktaður er hérlendis og er á markaði í verslunum og veitingahúsum þar eð innlend framleiðsla á kræklingi er undir eftirliti Matvælastofnunar.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.