Innlent

Katrín segir þjóðina geta lært ýmislegt af landsliðinu

Sylvía Hall skrifar
Katrín Jakobsdóttir er Liverpool aðdáandi.
Katrín Jakobsdóttir er Liverpool aðdáandi. Vísir/Ernir
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segir þjóðina geta lært ýmislegt af íslenska landsliðinu í fótbolta. Hún segir áherslur þjálfara landsliðsins á liðsheild vera eitthvað sem samfélagið mætti taka til fyrirmyndar og hún hlakki til að fylgjast með landsliðinu á heimsmeistaramótinu í fótbolta.

Katrín var í símaviðtali í Reykjavík síðdegis í dag þar sem hún ræddi meðal annars afrek landsliðsins. Í viðtalinu sagðist hún styðja Liverpool, en fylgdist þó aðallega með fótbolta í kringum stórmót líkt og heimsmeistaramótið í Rússlandi.

Forsætisráðherrann sendi landsliðinu kveðju fyrir hönd ríkisstjórnarinnar þar sem hún óskaði strákunum góðs gengis og sagði þjóðina vera stolta af þeim:

„Öll íslenska þjóðin er óskaplega stolt af þeim og mun standa með þeim á morgun og í öllum þeirra leikjum á mótinu“

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×