Innlent

600 farþegar flugu beint til Moskvu í dag

Sylvía Hall skrifar
Á vélinni má sjá merki til heiðurs 100 ára afmælis fullveldis Íslands.
Á vélinni má sjá merki til heiðurs 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Icelandair
Um 600 farþegar flugu í þremur þotum Icelandair í beinu flugi til Moskvu frá Keflavíkurflugvelli í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair. 

Þriðja og síðasta vélin fór í loftið klukkan 18:00, en það var Boeing 737-300, TF-ISX, máluð í íslensku fánalitunum, sem Icelandair tók nýlega í notkun.

Að sögn ferðalanga hefur mikil eftirvænting einkennt stemninguna í flugstöðinni og um borð í vélunum í dag. Leiðtogar Tólfunnar, stuðningsmannasveitar landsliðsins, voru meðal 225 farþega í nýju vélinni og tóku upphitun með farþegum þegar gengið var um borð.

Vélin sem notuð var hefur hlotið nafnið Þingvellir og ber merki 100 ára afmælis fullveldis Íslands. Eins og áður sagði er hún máluð í fánalitunum að utan, en að innan er hún frábrugðin öðrum þotum Icelandair að því leiti að gólfteppið er grasgrænt og með hvítum línum, líkt og á knattspyrnuvelli, til heiðurs þátttöku Íslands á heimsmeistaramótinu í Rússlandi.

Þotan er annars notuð í almennu áætlunarflugi Icelandair.

Það fór vel um farþega um borð í vélinni á leið til Rússlands og stemningin fyrir HM var mikil eins og sjá má.Icelandair

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×