Innlent

Lögðu bann við vinnu á þaki nýbyggingar í Hveragerði

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá Hveragerði.
Frá Hveragerði. Vísir/E.Ól.

Vinnueftirlitið hefur bannað alla vinnu á og við þak nýbyggingar við Dalsbrún 21 til 23 í Hveragerði. Gerir Vinnueftirlitið það vegna þess að það telur lífi og heilbrigði verkamanna við nýbygginguna ógnað vegna skorts á fallvörnum og öruggum umferðarleiðum upp á þakið.

Kom þetta í ljós við eftirlitsskoðun starfsmanna Vinnueftirlitsins en í tilkynningu kemur fram að ekki megi hefja vinnu þar á nýt fyrr en búið er að tryggja öryggi starfsmanna við verkið og Vinnueftirlitið hefur leyft vinnu þar á ný. Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.