Innlent

Missti af fyrsta leiknum á HM

Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar
Anton Vasiliev, sendiherra Rússlands, er upptekinn maður.
Anton Vasiliev, sendiherra Rússlands, er upptekinn maður. Fréttablaðið/Anton Brink
HM hófst í gær með leik Rússlands gegn Sádi-Arabíu, sem fór 5-0.

Fréttablaðið hafði samband við rússneska sendiráðið rétt fyrir leik til að kanna stemninguna. Sendiherra Rússlands, Anton V. Vasílíjev, þurfti að sækja fund og gafst því lítið svigrúm til að fylgjast með leiknum.

„Við verðum upptekin m.a. við að aðstoða Íslendinga með landvistarleyfi. Við munum því miður ekki hafa tíma til að horfa á fyrsta leikinn,“ sagði Oksana Míkhaílova, fjölmiðlafulltrúi rússneska sendiráðsins í gær. Hún var þó bjartsýn á að tækifæri gæfist til að horfa á þann næsta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×