Innlent

Slasaður göngumaður á Vaðlaheiði

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Ferðafélagar hins slasaða hlúa að honum og halda á honum hita á meðan þeir bíða eftir aðstoð.
Ferðafélagar hins slasaða hlúa að honum og halda á honum hita á meðan þeir bíða eftir aðstoð. Vísir/Vilhelm
Björgunarsveitir á Akureyri og Svalbarðseyri voru kallaðar út rétt fyrir klukkan 19 í kvöld vegna slasaðs göngumanns á Vaðlaheiði. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg.

Í tilkynningu segir að einstaklingur sem var á göngu í stórum hóp upp að Skólavörðu á Vaðlaheiði hafi misstigið sig og slasast á ökla. Göngumaðurinn treysti sér ekki til að halda áfram og hélt kyrru fyrir ásamt hópnum sem hann var í. Þá hafi ferðafélagar hans hlúð að honum og haldið á honum hita á meðan þeir bíða eftir aðstoð.

Fyrsti hópur björgunarsveitafólks var að nálgast hinn slasaða skömmu fyrir 20 í kvöld. Þá eru aðrir björgunarsveitarhópar á bílum og sexhjólum einnig á leið til hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×