Innlent

Embætti forseta Íslands auglýsir eftir bifreiðarstjóra

Sylvía Hall skrifar
Viðkomandi mun meðal annars aðstoða við ýmis verkefni á forsetasetrinu á Bessastöðum.
Viðkomandi mun meðal annars aðstoða við ýmis verkefni á forsetasetrinu á Bessastöðum. Vísir/GVA
Embætti forseta Íslands hefur auglýst starf bifreiðarstjóra laust til umsóknar. Í tilkynningu frá embættinu segir að starfið feli í sér að annast akstur hjá forsetaembættinu, hafa umsjón með bifreiðum þess og aðstoða við ýmis önnur verkefni á skrifstofu embættisins við Sóleyjargötu, forsetasetrinu á Bessastöðum sem og á ferðum forseta.

Meðal þeirra kosta sem bifreiðarstjóri þarf að vera gæddur er góð íslensku- og enskukunnátta og lipurð í samskiptum. Aukin ökuréttindi eru skilyrði og þarf viðkomandi einnig að vera vel á sig kominn líkamlega og helst með reynslu á sviði löggæslu- eða öryggismála. Þar að auki þarf umsækjandi að hafa góða almenna tölvukunnáttu og vera árvakur og háttvís.

Um er að ræða fullt starf og má nálgast frekari upplýsingar í tilkynningunni sem má finna á vef Stjórnarráðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×