Fleiri fréttir

Berserkurinn í Biskupstungum í framboði

Maðurinn sem gekk berserksgang á gröfu við heimili sitt í Biskupstungum í gær heitir Ingvar Örn Karlsson og er hann annar maður á lista Nýs afls í Bláskógabyggð.

Hundi frá Litháen vísað úr landi

Nýlega staðfesti atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið synjun Matvælastofnunar á innflutningi hunds frá Litháen og var hundurinn því fluttur út að nýju daginn eftir komuna til landsins.

Ísland í 18. sæti á regnbogakortinu

Ísland er í 18. sæti á svokölluðu regnbogakorti sem ILGA-Europe-samtökin gefa út ár hvert en með kortinu er staða réttinda hinsegin fólks í Evrópu tekin saman.

Bein útsending: Forvarnir og fyrsta hjálp

Samtök ferðaþjónustunnar standa í dag fyrir fundi um bestu starfshætti varðandi öryggismál og viðbrögð við óvæntum atburðum sem kunna að koma upp í ferðaþjónustu.

Bilun olli reyk í strætisvagni

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út rétt fyrir klukkan átta í morgun vegna elds sem talið var að hefði kviknað í strætisvagni sem staðsettur var í Ártúnsbrekku.

Umboðsmenn hafa sett út á öryggi innsigla

Of auðvelt er að eiga við innsigli sem notuð eru við kosningar að mati þingmanns Pírata. Fleiri athugasemdir hafa verið gerðar við framkvæmd kosninga hér á landi af hálfu umboðsmanna. Ráðuneytið telur ekki tilefni til breytinga.

Ísland í lykilhlutverki í Alzheimertilraun

Hópur Íslendinga tekur þátt í fimm ára lyfjarannsókn sem mun marka þáttaskil í baráttunni við Alzheimer. „Menn vilja sjá að lyfið komi í veg fyrir sjúkdóminn,“ segir Jón G. Snædal, yfirmaður rannsóknarinnar hér á landi og yfirlæknir öldrunarsviðs Landspítala.

Þjálfari ákærður fyrir ítrekaðar nauðganir

Mál fyrrverandi bocciaþjálfara á Akureyri, sem ákærður hefur verið fyrir að nauðga tvítugri þroskaskertri stúlku fjölmörgum sinnum, verður þingfest í Héraðsdómi Norðurlands eystra í dag. Konan æfði boccia hjá manninum.

Fimmtán ár frá því að Ólafur og Dorrit giftust

Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti lýðveldisins, er 75 ára gamall í dag. Á þessum degi fyrir fimmtán árum voru þau Dorrit gefin saman af sýslumanninum í Hafnarfirði í látlausri athöfn.

Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala

Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs.

„Ég skal mála allan heiminn elsku mamma"

Menntasjóður Mæðrastyrksnefndar hefur frá árinu 2012 styrkt yfir hundrað tekjulágar konur til menntunar. Mæðradagurinn er í dag og í tilefni dagsins er forsetafrúin Eliza Reid með leyniskilaboð til allra mæðra.

Forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur

Framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands segir að öflug ferðaþjónusta sé forsenda þess að hægt sé að halda úti byggð á öllu Norðurlandi. Hún segir það vera forgangsatriði að laga flug- og vegasamgöngur á svæðinu.

Segir að huga megi betur að sviðsetningunni

Fararstjóri íslenska hópsins í Eurovision segir keppendur ganga sátta frá borði þó atriðið hafi hafnað í neðsta sæti í keppninni. Þó sé tilefni til að huga betur að sviðsetningu okkar atriða í framtíðinni. Hann kveðst vona að hægt sé að horfa framhjá pólitík í úrslitum gærkvöldsins.

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ferðamálastjóri segir ástæðulaust að örvænta þó nýjar tölur bendi til þess að ferðamönnum hér á landi fari fækkandi. Fjallað verður um málið í fréttum Stöðvar 2 og rætt við ferðamálastjóra og ráðherra ferðamála.

„Pútín hugsar eins og njósnaforingi"

Nikolaj Petrov, stjórnmálafræðingur frá Moskvu, var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Þeir ræddu stjórnmálalandslagið í Rússlandi og Vladimir Pútín, en Pútín sór embættiseið í fjórða sinn sem forseti Rússlands síðastliðinn mánudag.

Stefna á Íslandsmet í perlun armbanda

Tólfan og Kraftur taka höndum saman í dag og perla af krafti til stuðnings ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þeirra.

Verð á nýjum bílum gæti hækkað um 20 til 30 prósent

Líkur eru á því að verð á nýjum bílum hækki um allt að 20 til 30 prósent á næstunni grípi stjórnvöld ekki til mótvægisaðgerða. Þetta er mat bílgreinasambandsins vegna nýs alþjóðlegs mengunarstaðals sem tekur gildi 1. september.

„Þetta er að hjálpa okkur að hjálpa öðrum“

Til stendur að perla að minnsta kosti fjögur þúsund armbönd í íslensku fánalitunum í stúkunni við Laugardalsvöll í dag. Átakið fer fram til styrktar ungu fólki með krabbamein, og ætla landsliðsþjálfararnir í knattspyrnu meðal annars að etja kappi í armbandagerð.

Sjá næstu 50 fréttir