Innlent

Blaut vika framundan í höfuðborginni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það gæti rignt á þennan ferðamann næstu daga.
Það gæti rignt á þennan ferðamann næstu daga. VÍSIR/EYÞÓR

Skammt suðvestur af Reykjanesi eru úrkomuskil á leið inn á landið. Að sögn Veðurstofunnar munu þau leiða til þess að það þykknar upp og fer að rigna á sunnan- og vestanverðulandinu með deginum. Smálægð er norður af Langanesi, en hún heldur áfram að fjarlægjast landið og því birtir til um landið norðaustanvert með deginum.

Í kjölfar úrkomuskilanna mun svo snúast í vestanátt ef marka má spákort Veðurstofunnar, það dregur úr úrkomu, en áfram stöku skúrir, og kólnar heldur. Hitinn verður þannig á bilinu 8 til 14 stig að deginum en líklega um 2 til 8 stig á morgun.

Þessi vestanátt helst fram á morgundaginn og má búast við skúrum eða slydduéljum og gætu því fjöll gránað. Útlit er fyrir að önnur smálægð komi upp að austanverðu landinu og verður því rigning þar, talsverð á köflum.

Í vikunni verða svo suðlægar áttir ríkjandi með vætu á köflum á sunnan- og vestanverðu landinu en lengst af þurrt norðan- og austanlands.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á þriðjudag:
Vestan 8-15 m/s um landið sunnan- og vestanvert með stöku skúrum eða slydduéljum. Norðlægari austanlands og talsverð rigning rigning á láglendi. Hiti 2 til 8 stig, mildast syðst. 

Á miðvikudag:
Suðvestan 5-13 og rigning eða súld, en þurrt og bjart norðaustan- og austanlands. Hiti 5 til 10 stig. 

Á fimmtudag:
Vaxandi suðlæg átt og þykknar upp með deginum. Suðaustan 13-18 m/s og rigning um kvöldið en skýjað og þurrt norðaustantil. Hiti 7 til 15 stig, svalast á Vestfjörðum. 

Á föstudag:
Suðvestan átt og stöku skúrir um landið vestanvert en rofar til austanlands. Heldur kólnandi veður. 

Á laugardag:
Hæg suðvestan eða breytileg átt, stöku skúrir vestantil en léttskýjað eystra. Hiti 5 til 10 stig. 

Á sunnudag (hvítasunnudagur):
Útlit fyrir hæga suðlæga átt með dálítilum skúrum á víð á dreif. Hiti breytist lítið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.