Innlent

Mikið slasaður eftir mótorhjólaslys á Nesvegi

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að maðurinn sé mikið slasaður en þó ekki lífshættulega.
Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að maðurinn sé mikið slasaður en þó ekki lífshættulega. Vísir/GVA
Maður var fluttur mikið slasaður á Landspítalann í gær eftir að hann missti stjórn á mótorhjóli sínu í gærmorgun á Nesvegi, nálægt Golfklúbbi Grindavíkur. Í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum segir að maðurinn sé mikið slasaður en þó ekki lífshættulega.

Annar maður sem var í för með hinum fyrrnefnda missti einnig stjórn á sínu mótorhjóli við atvikið þannig að það skall á hliðina. Hann slapp með skrekkinn.

Þá segir í tilkynningu lögreglunnar frá árekstri tveggja bíla við gatnamót Grænásbrautar og Flugvallabrautar.

Ökumaðurinn sem olli árekstrinum með því að virða ekki stöðvunarskyldu játaði ölvunarakstur og var hann handtekinn. Þá reyndist hann sviptur ökuréttindum. Ökumaður og farþegi hins bílsins voru fluttir á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar.

„Þá urðu tvö umferðaróhöpp þar sem ökumennirnir létu sig hverfa áður en lögregla kom á vettvang. Annars vegar var um að ræða bílveltu á Vatnsleysustrandarvegi og hins vegar aftanákeyrsla á Reykjanesbraut. Lögregla rannsakar málin,“ segir í tilkynningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×