Innlent

Stefna á Íslandsmet í perlun armbanda

Sylvía Hall skrifar
Landsliðsþjálfararnir voru gríðarlega einbettir við verkið.
Landsliðsþjálfararnir voru gríðarlega einbettir við verkið. Vísir/Sigurjón
Tólfan og Kraftur taka höndum saman í dag og perla af krafti til stuðnings ungu fólki sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendum þeirra. Stefnan er sett á Íslandsmet og mun perlið standa yfir til klukkan fjögur í dag í stúkunni á Laugardalsvelli.

„Það gengur bara nokkuð vel. Það mættu mörg hundruð manns hingað frá klukkan tólf þannig við erum búin að fá ansi marga í lið með okkur í að perla armböndin.“ sagði Ástrós Rut Sigurðardóttir, formaður Krafts í samtali við Vísi.

Nú rétt eftir klukkan fjögur voru armböndin orðin tæplega þrjú þúsund, en fyrra Íslandsmet er 3972 armbönd og er Ástrós vongóð um að markmiðinu verði náð áður en yfir lýkur.

Meðal þeirra sem tóku þátt í að perla voru landsliðsþjálfarar Íslands í fótbolta, en þeir Freyr Alexandersson þjálfari kvennalandsliðsins og Heimir Hallgrímsson þjálfari karlalandsliðsins öttu kappi í perlun armbanda. Keppnin milli þjálfaranna tveggja var æsispennandi og var það Gummi Ben sem sá um að lýsa perlinu, en á endanum varð jafntefli niðurstaðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×