Fleiri fréttir

Stöðuvatn við Stórhöfða

Tveir vöruflutningabílar eru fastir í miklum vatnselg í iðnaðarhverfinu í Stórhöfða eftir að niðurföll stífluðust í óveðrinu sem gengið hefur yfir í morgun.

Allir gangi samhentir í takt að stórskipahöfn

Þýska hafnarfyrirtækið Bremenport vill að tryggt sé að hið opinbera standi við skilmála sérleyfis vegna stórskipahafnar í Finnafirði segir fyrrverandi oddviti í Langanesbyggð. Ekki sé rétt að fyrirtækið vilji milljarðaábyrgðir heim

Samið um eftirlitsvélar

Gengið hefur verið frá samningi lögreglunnar, Neyðarlínunnar og Garðabæjar um öryggismyndavélakerfi í bænum.

Sækja sér frekari gögn vegna sjókvía Arnarlax

Matvælastofnun hefur ekki sent einn tölvupóst til Arnarlax vegna óhappa í sjó­kvíum fyrirtækisins. Næst ekki í framkvæmdastjórann. Forstjóri Umhverfisstofnunar (UST) gagnrýnir Arnarlax fyrir að tilkynna ekki óhöpp til stofnunarinnar.

Ógæfufólki og brennuvörgum bægt í burtu

Akureyrarbær hefur fallið frá því að auglýsa tillögu um að setja í barnvænt hverfi þjónustuíbúðir fyrir fólk sem öðrum íbúum er talin stafa hætta af. Eigendur fasteigna í hverfinu mótmæltu skipulagstillögunni kröftuglega og það bar árangur.

Skiptinemi lærði íslensku á örskömmum tíma

Sautján ára ítalskur skiptinemi sem hefur verið hér á landi í rúma fimm mánuði neitar að tjá sig á öðru máli en íslensku og hefur náð góðum tökum á tungumálinu. Hann sér ekki fram á að nota íslenskuna mikið í framtíðinni en segir skemmilegt að kunna tungumál fámennrar þjóðar.

Ragnar róar Húsvíkinga, stór skjálfti ekki líklegur

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við allt að 6,5 stiga skjálfta milli Grímseyjar og lands.

Telur íslensku lögin um leigubíla fela í sér hindranir andstæðar EES

Yfirmaður hjá ESA, eftirlitsstofnun EFTA, telur að ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar feli líklega í sér hindranir sem brjóti gegn EES-samningnum. Norska samgönguráðuneytið leggur til að fjöldatakmarkanir á leigubílum þar í landi verði felldar úr gildi en norsku lögin eru keimlík þeim íslensku.

Segja eftirliti með fiskeldi verulega ábótavant

Engin eftirlitsstofnun hefur enn gert úttekt á laxeldi á Vestfjörðum, þar sem tvö óhöpp urðu við eldið fyrir átta dögum. Talsmaður Icelandic Wildlife Fund, sem lætur sig heilbrigði villtra laxastofna varða, segir að eftirlit og reglur um laxeldi séu í megnasta ólagi.

Grímseyingar fengu svefnfrið í nótt

Jarðskjálftahrinan við Grímsey virðist ekki hafa truflað nætursvefn eyjaskeggja í nótt. Dregið hefur úr jarðskjálfavirkni sé miðað við gærdaginn þegar mikil virkni var á svæðinu.

Sjá næstu 50 fréttir