Innlent

Ökumenn í stökustu vandræðum vegna vatnselgs á höfuðborgarsvæðinu

Birgir Olgeirsson skrifar
Mynd sem lögreglan birtir af aðstæðunum á höfuðborgarsvæðinu.
Mynd sem lögreglan birtir af aðstæðunum á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu.
Mikill vatnselgur er á götum á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en þar segir að slökkvilið, björgunarsveitir og sveitarfélög séu að vinna í að losa um vatnið, hreinsa frá niðurföllum og dæla vatni burt. 

Lögreglan tekur fram að sú vinna muni taka tíma og eru vegfarendur beðnir um að fara mjög gætilega. Hafa margir lent í því að drepa á bílum í djúpu vatni með tilheyrandi vandamálum. 

Vísir/Arnar
Vísir/Arnar
Vísir/Arnar

Tengdar fréttir

Stöðuvatn við Stórhöfða

Tveir vöruflutningabílar eru fastir í miklum vatnselg í iðnaðarhverfinu í Stórhöfða eftir að niðurföll stífluðust í óveðrinu sem gengið hefur yfir í morgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×