Innlent

Foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Veðurstofan hefur varað við veðurhvelli sem er spáð að gangi hratt yfir landið í fyrramálið.
Veðurstofan hefur varað við veðurhvelli sem er spáð að gangi hratt yfir landið í fyrramálið. vísir/Hanna
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur virkjað tilkynningu 1 vegna appelsínugulrar veðurviðvörunnar fyrir höfuðborgarsvæðið á morgun.

Foreldrar og forráðamenn eru hvattir til að fylgjast með veðri og tilkynningum í fyrramálið.

Tilkynning 1, daginn áður:

Veður getur seinkað ferðum nemenda til skóla á morgun. Skólar eru opnir, en mikilvægt er að foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla, þetta á sérstaklega við í efribyggðum og þar sem börn þurfa að fara yfir opin svæði á leið sinni í skóla.

Með yngri börn er hér átt við 12 ára og yngra.

Veðurstofan hefur varað við veðurhvelli sem er spáð að gangi hratt yfir landið í fyrramálið. Gert er ráð fyrir að veðrið gangi yfir suðvestanlands á milli 7 og 10 í fyrramálið með allt að 23 til 28 metrum á sekúndu með snjókomu og slæmu skyggni í efri byggðum og austur frá Reykjavík.

Hviður verða allt að fjörutíu metrar á sekúndu á Reykjanesbraut um klukkan 8 átta á morgun og fram yfir klukkan 10 á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. Veðurstofa Íslands segir að illviðri verði í höfuðborginni snemma á morgun þar sem hvassast verður í efri byggðum og á Kjalarnesi. Snjókoma í fyrstu, en síðan slydda og rigning. 

Eru líkur á að það verði ansi blint og hætta á foktjóni. Þá er einnig talið líklegt að samgöngur innan borgarmarkanna fari úr skorðum á meðan veðrið gengur yfir. Mun þessi lægð hafa áhrif á allt landið og eru fólk beðið um að hafa varan á í fyrramálið og fram eftir degi með því að fylgjast vel með veðurspám og færð á vegum.


Tengdar fréttir

WOW varar við röskunum á flugferðum vegna veðurs

WOW air reiknar með því að raskanir verði á flugáætlun flugfélagsins á morgun vegna veðurs. Varað er við veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×