Innlent

Þessum vegum verður mögulega lokað á morgun vegna veðurs

Birgir Olgeirsson skrifar
Frá lokun Hellisheiðar
Frá lokun Hellisheiðar VÍSIR/JÓHANN K. JÓHANNSSON
Líkt og grein hefur verið frá er spáð vonskuveðri á morgun og hefur Vegagerðin gefið út áætlun vegna lokana á vegum. Búast má við að Suðurlandsvegi um Hellisheiði og Þrengsli verði til hádegis á morgun, Vesturlandsvegi um Kjalarnes til ellefu, Vesturlandsvegi um Hafnarfjall til ellefu, Reykjanesbraut til klukkan ellefu og Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði til hádegis.

Sjá einnig: Illviðri í borginni í fyrramálið: Líkur á að samgöngur fari úr skorðum

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu vekur athygli á að veðrið muni skella á með fullum þunga um klukkan sjö í fyrramálið en slotar þegar nær dregur hádegi. Er fólk hvatt til að haga ferðum sínum þannig að fólk sé á ferð fyrir eða eftir veður, en ekki þegar veður er hvað verst.

Sjá einnig: Foreldrar gæti þess að yngri börn fari ekki ein í skóla

Hér fyrir neðan má sjá nákvæman lista yfir fyrirhugaðar lokanir hjá Vegagerðinni:

  • Suðurlandsvegur um Hellisheiði og Þrengsli milli kl. 06:00 og 12:00 – 13:00
  • Vesturlandsvegur um Kjalarnes milli kl. 08:00 og 11:00
  • Vesturlandsvegur um Hafnarfjall milli kl. 07:00 og 11:00
  • Reykjanesbraut milli kl. 07:00 og 11:00
  • Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði milli kl. 06:00 og 12:00 – 13:00
  • Suðurlandsvegur að Vík í Mýrdal milli kl. 07:00 og 12:00 - 13:00
  • Vegir á Snæfellsnesi og Brattabrekka milli kl. 07:00 og 13:00
  • Holtavörðuheiði milli kl. 08:00 og 13:00
  • Vestfirðir milli kl. 09:00 og 14:00
  • Vegir á Norðurlandi vestra milli kl. 09:00 og 15:00
  • Öxnadalsheiði milli kl. 09:00 og 15:00
  • Vegir á Norðausturlandi milli kl. 10:00 og 17:00
  • Vegir á Austurlandi frá hádegi og fram undir morgun
Aðrir vegir geta einnig lokast á meðan veður gengur yfir.


Tengdar fréttir

WOW varar við röskunum á flugferðum vegna veðurs

WOW air reiknar með því að raskanir verði á flugáætlun flugfélagsins á morgun vegna veðurs. Varað er við veðurhvelli sem spáð er að gangi hratt yfir landið í fyrramálið




Fleiri fréttir

Sjá meira


×