Innlent

Bílar köstuðust til á Reykjanesbraut

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Búist er við því að veðrið nái hámarki á milli 9 og 10, um það leyti sem fólk er á leið í vinnuna.
Búist er við því að veðrið nái hámarki á milli 9 og 10, um það leyti sem fólk er á leið í vinnuna. Vísir/GVA
Björgunarsveitir hafa frá klukkan sex í morgun haft í nógu að snúast við lokun vega, en öllum vegum til og frá höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað.

Reykjanesbraut var lokað um klukkan hálf átta.

„Það voru farnar að berast tilkynningar frá vegfarendum um að bílar væru byrjaðir að kastast til,“ segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar, í samtali við Vísi.

Fyrstu björgunarsveitarhóparnir voru mættir í hús um sex leytið í morgun, eða um 70 manns. Um klukkan sjö bárust fyrstu tilkynningarnar um bíla í vandræðum í efri byggðum Reykjavíkur.

Lokanir á Suðvesturhorni landsins klukkan 8 í morgun.Skjáskot
Búist er við því að veðrið nái hámarki á milli 9 og 10, um það leyti sem fólk er á leið í vinnuna.

„Miðað við tilkynningar frá veðurfræðingum, lögreglu og langflestum má fólk búast við því að þetta er ekki besti dagurinn til að keyra í vinnuna.“

Davíð segir að björgunarsveitir séu vel viðbúnar.

„Það gerist ekkert oft í óveðrum að björgunarsveitirnar eru tilbúnar áður en veðrið skellur á þó það gerist stundum. Menn taka mark á því að verður stofan var búin að spá miklum hvelli og snörpum. Búið að vara við tjóni og foki á lausamunum.“

Þá segir hann að Íslendingar ættu að vera vel undirbúnir fyrir slíka lægð miðað við veðrið síðustu vikurnar og því ætti að vera minna um eignatjón en oft áður.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×