Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Hrund Þórsdóttir skrifar

Ragnar Stefánsson jarðskjálftafræðingur telur litla hættu á að hrinan við Grímsey leiði til stórs skjálfta nærri Húsavík. Þó megi búast við skjálfta allt að 6,5 stigum og þá helst með upptök fjarri byggð í hafinu milli Grímseyjar og lands.

Við kynnum okkur þetta betur í fréttum Stöðvar tvö klukkan hálf sjö og ræðum meðal annars við íbúa á Húsavík, þar sem fólk hefur síðustu daga dustað rykið af viðbragðsáætlunum.

Í fréttatímanum ræðum við líka við yfirmann hjá eftirlitsstofnun EFTA, sem telur ákvæði íslenskra laga um leigubifreiðar brjóta gegn EES-samningnum.

Loks hittum við sautján ára gamlan ítalskan skiptinema sem hefur dvalið á Íslandi í aðeins fimm mánuði en náð sterkum tökum á íslenskri tungu.

Þetta og margt fleira í fréttum Stöðvar tvö í opinni dagskrá klukkan 18.30.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.