Innlent

Veðurvaktin: Óveður gengur yfir landið

Ritstjórn skrifar
Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega gera ráð fyrir samgöngutruflunum í dag.
Íbúar höfuðborgarsvæðisins mega gera ráð fyrir samgöngutruflunum í dag. VÍSIR/VILHELM

Landsmenn ættu að búa sig undir töluverðan hvell í veðrinu í dag. Vísir mun fylgjast grannt með gangi mála og greina frá öllu veðurtengdu um leið og það gerist. Fylgjast má með framvindu veðurmála hér neðar í fréttinni.

Á höfuðborgarsvæðinu er varað við suðaustan illviðri í dag sem byrjar með snjókomu og skafrenningi en fer svo fljótlega yfir í rigningu. Það getur orðið blint og foktjón er líklegt auk þess sem líklegt er að samgöngur innan borgarmarkanna fari úr skorðum.

Sjá einnig: Viðvaranir um allt land vegna óveðurs: „Ansi mikill hvellur um tíma“

Appelsínugular viðvaranir eru í gildi á höfuðborgarsvæðinu, Faxaflóa, Suðurlandi, Breiðafirði, Ströndum og Norðurlandi vestra á morgun vegna óveðurs. Gular viðvaranir eru í gildi annars staðar á landinu.

Búast við hviðum upp í allt að 40 metra á sekúndu á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi um klukkan átta og fram yfir klukkan 10 á Kjalarnesi og undir Hafnarfjalli. 

Fjölmörgum vegum hefur verið lokað vegna veðurofsans. Listann yfir vegalokanir má ná finna hér að neðan og hann verður uppfærður eftir því sem vegir opna smám saman aftur.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×