Fleiri fréttir

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Ásakanir um sex nauðganir eru á meðal þess sem kemur fram í nafnlausum sögum um kynferðisbrot í íþróttaheiminum vegna metoo.

Banaslys á Suðurlandsvegi

Ungur karlmaður lést í umferðarslysi á Suðurlandsvegi við Bitru í Flóanum í morgun. Tvær bifreiðar skullu saman.

Hálka og hálkublettir víða um land

Hálka er á Hellisheiði og í Þrengslum og þá er hálka eða snjóþekja mjög víða á Suðurlandi. Flughált er á Rangárvallavegi og hálkublettir á Reykjanesbraut og Grindavíkurvegi.

Fjölskylda úr eldsvoða í húsaskjól hjá verktaka

Verktakafyrirtæki í Mosfellsbæ lánar fjölskyldunni sem missti allt sitt í bruna í Mosfellsbæ hús til að búa í næstu mánuði. Stefnir að því að flytja inn í dag. Söfnun fyrir fjölskylduna gengur vel. Enn vantar þó húsbúnað og húsbúnað.

Enn á gjörgæslu eftir rútuslysið

Einn kínverskur ferðamaður liggur enn á gjörgæslu Landspítalans eftir rútuslysið við Kirkjubæjarklaustur. Einn liggur á almennri legudeild. Einn fórst í slysinu.

Hundruð milljóna í ríkissjóð frá skipulagðri brotastarfsemi

Fjármunir sem gerðir eru upptækir renna beint í ríkissjóð. Ríkið hagnaðist um tæplega hundrað milljónir króna á síðustu tveimur árum og búast má við að upphæðin verði mun hærri í ár, eftir að lögregla haldlagði hátt í 200 milljónir króna á dögunum. Þá segist lögreglan ætla að spýta í lófana í þessum málefnum.

Fjöldi stúta stöðvaður

Hið minnsta átta ökumenn voru stöðvaðir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt, grunaðir um akstur undir áhrifum vímuefna.

Erlendir túristar skulda Landspítalanum stórfé

Viðskiptakröfur Landspítalans vegna ferðamanna án sjúkratryggingar námu minnst 725 milljónum á síðasta ári. Flestir leita til spítalans í júlí og ágúst en innlögnum yfir vetrarmánuðina hefur fjölgað mikið.

Fasteignasalar sjá ekki lægra verð í kortunum

Íbúðalánasjóður segir að í ljósi sögunnar geti sumir nú verið varir um sig eftir að fasteignaverð lækkaði í nóvember og um 78 prósent íbúða seldust undir ásettu verði. Fasteignasalar spá verðhækkunum en auknu jafnvægi.

KSÍ og Tólfan funda um Rússlandsferðina

Stjórn KSÍ samþykkti einróma á stjórnarfundi sínum á þriðjudag að sambandið myndi borga fyrir tíu úr stuðningsmannahópi Tólfunnar til að styðja við íslenska landsliðið í knattspyrnu á meðan Heimsmeistaramótið í Rússlandi fer fram.

Vélstjórinn á Herjólfi fær ekki prófkjör í Eyjum

Fulltrúaráð Sjálfstæðisflokksins í Vestmannaeyjum felldi í gær tillögu um að valið yrði á framboðslista flokksins fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar með prófkjöri. Kosið var tvisvar og var tillagan felld í bæði skiptin.

Helmingurinn borðar lambið

Rúmur helmingur erlendra ferðamanna sem hingað koma, eða 54 prósent, borðar íslenskt lambakjöt. Þetta sýnir könnun Gallup fyrir markaðsstofuna Icelandic Lamb.

Sjá næstu 50 fréttir