Innlent

Bein útsending: Fréttir Stöðvar 2

Ásakanir um sex nauðganir eru á meðal þess sem kemur fram í nafnlausum sögum um kynferðisbrot í íþróttaheiminum vegna metoo. Við fjöllum nánar um þetta í fréttum Stöðvar 2 klukkan hálf sjö. Í fréttatímanum verður jafnframt umfjöllun um óveðrið en röskun hefur orðið á millilandaflugi vegna djúprar lægðar sem gengur nú yfir landið.

Við greinum líka frá því að bóluefnið sem notað er hér á landi gegn inflúensu er ekki nema tíu prósent virkt gegn þeim veirustofni sem nú herjar á landann en við ræðum þetta mál við sérfræðing í smitsjúkdómalækningum á Landspítalanum.

Þá förum við til Kína en forseti Kína hefur sýnt jarðhitaverkefnum Íslendinga mikinn áhuga. Þá greinum við líka frá stjórnarmyndunarviðræðum í Þýskalandi, svo eitthvað sé nefnt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×