Íslenskuprófessor ósáttur við orðið epalhommi: „Ég get bara næstum farið að gráta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 11. janúar 2018 20:00 Íslenskuprófessorinn Guðrún Kvaran gagnrýnir harðlega að orðið epalhommi hafi verið valið orð ársins 2017. Orðið sé bæði niðrandi og særandi en Guðrún skipar sig þannig í hóp með fleirum sem gagnrýnt hafa þetta umdeilda orð ársins. Það var Hildur Lilliendahl sem fyrst notaði orðið um Sindra Sindrason, fréttamann á Stöð 2, í framhaldi af viðtali sem hann tók við formann Samtaka um líkamsvirðingu. Viðmælandi sagði Sindra vera mann í forréttindastöðu en Sindri svaraði fyrir sig meðþví að telja upp nokkra minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Svar Sindra vakti harkaleg viðbrögð og það var þá sem orðið leit fyrst dagsins ljós á samfélagsmiðlum. Daginn eftir birtist opnuauglýsing í blöðunum frá versluninni Epal sem skartaði mynd af sex þekktum samkynhneigðum karlmönnum í versluninni. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus ííslensku við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem orðið epalhommi barst í tal. „Ég get bara næstum farið að gráta. Mér fannst þetta alveg skelfilegt orð og mér finnst Ríkisútvarpið ekki geta leyft sér að velja orð sem getur sært heilan hóp manna og ég fékk fjölda símhringinga, og þar á meðal tvær frá samkynhneigðum körlum, og þeir voru báðir mjög sárir og sögðu, „ef við kaupum ekki hjá Epal, ef við verslum í Ikea, erum við þá Ikea-hommar? Á að stimpla okkur eftir því hvar við verslum?“ sagði Guðrún í Bítinu í morgun. „Það voru mörg önnur góð orð, það þurfti ekki að taka þetta, en þetta er í tísku núna að tala við homma og ég hef ekkert á móti því, ég á góða vini sem eru samkynhneigðir en ég vil ekki láta fara svona með þá.“ Tengdar fréttir Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48 Orðið epalhommi reynist umdeilt: Baldur segir Hildi eitt helsta nettröll landsins Baldur Þórhallsson prófessor er afdráttarlaus um orð ársins: Epalhommi. 5. janúar 2018 14:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Íslenskuprófessorinn Guðrún Kvaran gagnrýnir harðlega að orðið epalhommi hafi verið valið orð ársins 2017. Orðið sé bæði niðrandi og særandi en Guðrún skipar sig þannig í hóp með fleirum sem gagnrýnt hafa þetta umdeilda orð ársins. Það var Hildur Lilliendahl sem fyrst notaði orðið um Sindra Sindrason, fréttamann á Stöð 2, í framhaldi af viðtali sem hann tók við formann Samtaka um líkamsvirðingu. Viðmælandi sagði Sindra vera mann í forréttindastöðu en Sindri svaraði fyrir sig meðþví að telja upp nokkra minnihlutahópa sem hann tilheyrði. Svar Sindra vakti harkaleg viðbrögð og það var þá sem orðið leit fyrst dagsins ljós á samfélagsmiðlum. Daginn eftir birtist opnuauglýsing í blöðunum frá versluninni Epal sem skartaði mynd af sex þekktum samkynhneigðum karlmönnum í versluninni. Guðrún Kvaran, prófessor emeritus ííslensku við Háskóla Íslands, var gestur í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem orðið epalhommi barst í tal. „Ég get bara næstum farið að gráta. Mér fannst þetta alveg skelfilegt orð og mér finnst Ríkisútvarpið ekki geta leyft sér að velja orð sem getur sært heilan hóp manna og ég fékk fjölda símhringinga, og þar á meðal tvær frá samkynhneigðum körlum, og þeir voru báðir mjög sárir og sögðu, „ef við kaupum ekki hjá Epal, ef við verslum í Ikea, erum við þá Ikea-hommar? Á að stimpla okkur eftir því hvar við verslum?“ sagði Guðrún í Bítinu í morgun. „Það voru mörg önnur góð orð, það þurfti ekki að taka þetta, en þetta er í tísku núna að tala við homma og ég hef ekkert á móti því, ég á góða vini sem eru samkynhneigðir en ég vil ekki láta fara svona með þá.“
Tengdar fréttir Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48 Orðið epalhommi reynist umdeilt: Baldur segir Hildi eitt helsta nettröll landsins Baldur Þórhallsson prófessor er afdráttarlaus um orð ársins: Epalhommi. 5. janúar 2018 14:30 Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Hildur Lilliendahl á orð ársins 2017 Orðið epalhommi var í gær valið orð ársins. 4. janúar 2018 17:48
Orðið epalhommi reynist umdeilt: Baldur segir Hildi eitt helsta nettröll landsins Baldur Þórhallsson prófessor er afdráttarlaus um orð ársins: Epalhommi. 5. janúar 2018 14:30