Innlent

Lögreglan stöðvaði kannabisræktun á Hólmavík

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Manninum var sleppt úr haldi lögreglu síðdegis í dag að lokinni yfirheyrslu.
Manninum var sleppt úr haldi lögreglu síðdegis í dag að lokinni yfirheyrslu. Garðar Örn
Lögreglan á Vestfjörðum handtók í gær karlmann á Hólmavík vegna gruns um fíkniefnamisferli. Frá þessu er greint á Facebook síðu lögreglunnar á Vestfjörðum.

Við húsleit á heimili mannsins fannst nokkurt magn marijúana, afrakstur kannabisræktunar og á annan tug kannabisplantna sem enn voru í ræktun. Þá fundust einnig ýmis áhöld sem nýtast við slíka ræktun.

Manninum var sleppt úr haldi lögreglu síðdegis í dag að lokinni yfirheyrslu.

Fíkniefnaleitarhundur lögreglunnar á Vestfjörðum, Tindur, tók þátt í þessari aðgerð með vinnufélögum sínum, lögreglumönnum frá Hólmavík og Ísafirði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×