Innlent

Veðurstofan varar við miklum vatnavöxtum

Birgir Olgeirsson skrifar
Einkum er varað við vatnavöxtum í kringum fjöll og jökla.
Einkum er varað við vatnavöxtum í kringum fjöll og jökla. Vísir/Vilhelm

Veðurstofan varar við miklum vatnavöxtum og jafnvel flóðum á Suðausturlandi, eða allt frá Eyjafjallajökli í vestri og til Seyðisfjarðar í austri. Reiknað er með að þar hefjist slagveðurs rigning í kvöld og standi með litlum hléum  til sunnudagskvölds.

Veður fer hlýnandi þannig að saman fara bráðnun og mikil úrkoma og nú þegar er mikið eða jafnvel mjög mikið rennsli í ýmsum ám á svæðinu miðað við árstíma samkvæmt vatnsmælum Veðurstofunnar.

Einkum er varað við vatnavöxtum í kringum fjöll og jökla eða í suðursveit á Mýrum og í Lóni og hvetur Veðurstofan fólk til að kynna sér aðstæður áður en það fer um þessar slóðir.

Upp úr hádegi verður vaxandi suðaustanátt og verður versta veðrið á Reykjavíkursvæðinu frá klukkan fjögur og til sjö í kvöld. Verður umtalsverð rigning og á meðalvindhraði á bilinu 18 – 25 metrar á sekúndu.

Suðaustan stormurinn skellur á norðan- og austanvert landið um kvöldmatarleytið og gengur yfir á þremur til fjórum klukkutímum. Hægari vindur í nótt en verður áfram hvasst á landinu á morgun.

Næsta lægð gengur yfir aðfaranótt sunnudags en henni mun væntanlega fylgja snjókoma á höfuðborgarsvæðinu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.