Innlent

Nokkur viðbúnaður vegna suðaustan storms

Jakob Bjarnar skrifar
Nú er það gult og appelsínugult. Svona lítur kort Veðurstofunnar út núna.
Nú er það gult og appelsínugult. Svona lítur kort Veðurstofunnar út núna.
Nokkur viðbúnaður er meðal viðbragðsaðila, lögreglu og björgunarsveitum vegna stormviðvörunar sem veðurstofan skilgreinir sem appelsínugult ástand. Einkum mun vindur verða mikill á höfuðborgarsvæðinu og Suðurlandi.

Veður fer að kárna upp úr hádegi og milli klukkan 16:30 og 19:30 er gert ráð fyrir suðaustan stormi 18-25 m/s á því tímabili. Samgöngur geta raskast og er hætt við foki á lausamunum. Búast má við snörpum vindkviðum við fjöll, til dæmis er hætt við að það blási hressilega á Kjalarnesi og við Hafnarfjall. Er fólki ráðlagt eindregið frá því að vera á ferðinni þar og þá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×