Innlent

Mikið annríki á Landspítalanum vegna hálkuslysa

Birgir Olgeirsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa
Glerhált á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suðurlandi.
Glerhált á höfuðborgarsvæðinu og víða á Suðurlandi. Vísir/Anton Brink
Glerhált er um alla höfuðborgina og víða á Suðurlandi. Fjöldi fólks hefur hefur leitað á bráðamóttöku vegna hálkunnar og sjúkraliðar hafa verið uppteknir í allan morgun við að koma fólki til aðstoðar.

Gangandi og hjólandi vegfarendur hafa þurft að sína mikla varúð í morgun vegna þeirrar mikla hálku sem umlykur höfuðborgarsvæðið og stóran hluta Suðurlands. Þær aðstæður sem nú hafa skapast eru sérlega varhugaverðar þar sem hlýna tekur yfir daginn og flughált getur orðið við þær aðstæður auk þess sem söndun skilar ekki jafn miklum árangri.

Borgarbúar eru hins vegar hvattir til að salta tröppur og gangstéttir við heimili sín við aðstæður sem þessar. Töluvert hefur verið um slys í morgun, þegar fréttastofa leitaði fregna á bráðamóttöku Landspítalans var ekki hægt að svara fyrirspurnum vegna anna við að hlúa að hálkumeiðslum.

Slökkviliðið hefur haft í nokkru að snúast við að flytja fólk á sjúkrahús vegna hálkuslysa.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×