Fleiri fréttir

Margir gætu misst af sérstöku úrræði vegna kaupa á fyrstu fasteign

Fjöldi Íslendinga gæti misst af sérstöku úrræði vegna kaupa á fyrstu fasteign ef ekki er sótt um fyrir næsta sunnudag. Um er að ræða heimild til að ráðstafa séreignarsparnaði inn á fasteignalán í allt að tíu ár. Sviðsstjóri hjá ríkisskattstjóra segir fjölmargar umsóknir hafa borist síðustu daga.

Samið um starfslok Loga Bergmanns

Samkomulag hefur náðst á milli 365 miðla hf. og Logi Bergmanns Eiðssonar um starfslok Loga hjá fyrirtækinu. Þetta kemur fram í sameiginlegri tilkynningu frá aðilum dómsmáls um lyktir máls.

Aldís áfrýjar til Hæstaréttar

Aldís Hilmarsdóttir mun láta á það reyna fyrir Hæstarétti hvort ákvörðun lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu að færa hana til í starfi hafi verið réttmæt.

Fundu skotvopn og fíkniefni

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fann bæði haglabyssu og skammbyssur og skotfæri þar að auki.

Áramótaveisla fyrir hælisleitendur í annað sinn

Þórunn Ólafsdóttir stofnandi samtakanna Akkeri standa fyrir áramótafögnuði fyrir hælisleitendur og aðra á gamlárskvöld. Á síðasta ári mættu hátt í fjögur hundruð manns í veisluna.

Flugvirkjar samþykktu samninginn

Óskar Einarsson, formaður Flugvirkjafélags Íslands, segir samninginn hafa verið samþykktan með nokkuð góðum meirihluta.

Slysið hefði getað orðið hvar sem er á landinu

Fyrrverandi samgönguráðherra segir að rútuslysið á Suðurlandsvegi í gær hefði getað orðið hvar sem er á landinu. Ekki sé hægt að taka þennan tiltekna vegarkafla út fyrir sviga þegar talað er um umbætur í vegakerfinu.

Hið fínasta árámótaveður í kortunum

„Þetta er eiginlega hið allra besta veður. Nógu lítið til að það verða engin vandræði að kveikja í brennum en nógu mikið til að hreinsa reykinn.“

Kostnaður fylgir frestun Medeu

Til stóð að frumsýna verkið 29. desember en frumsýningin hefur nú verið færð til 13. janúar næstkomandi í kjölfar þeirrar ákvörðunar leikhússins að láta einn aðalleikara sýningarinnar, Atla Rafn Sigurðarson, taka pokann sinn á dögunum.

Djákni hefur ekki trú á vinsælli plastsuðu

Bók um eldunaraðferðina "sous vide“ er uppseld hjá útgefanda og tæki til plast­suðunnar voru vinsæl jólagjöf. Matgæðingar eru þó ekki á eitt sáttir um ágæti þessa og Guðmundur Brynjólfsson djákni telur skammlífa bólu á ferðinni.

Agnes borgar tæp 90 þúsund í leigu fyrir biskupsbústaðinn

Biskup Íslands, Agnes M. Sigurðardóttir, tiltók í bréfi sínu til kjararáðs sérstaklega að hún greiddi nú leigu fyrir afnot af embættisbústað sínum. Húsaleigan nemur að hennar sögn tæpum 90 þúsund krónum á mánuði.

Æfingar skiptu sköpum á slysstað

Rúmlega 60 félagar úr Slysavarnafélaginu Landsbjörg komu á einn eða annan hátt að aðgerðum vegna slyssins. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landsbjörgu.

Tilvalið áramótaheit að gerast blóðgjafi

Mikið álag hefur verið á heilbrigðisstofnanir í dag vegna rútuslyssins sem varð í morgun. Auk mikilla anna hjá viðbragðsaðilum á vettvangi hefur einna mest álag verið á bráðamóttöku Landspítalans, Heilbrigðisstofnun Suðurlands og í Blóðbankanum.

Ekki fleiri konur í Kvennaathvarfinu á þessari öld

Framkvæmdastýra Kvennaathvarfsins segir meðaldvöl kvenna í athvarfinu vera að lengjast og fleiri konur hafa dvalið þar heldur en undanfarin tuttugu ár. Jólahátíðin var haldin hátíðleg í athvarfinu og konunum og börnum þeirra leið vel.

Sjá næstu 50 fréttir