Innlent

Ný laug og hótel rísa í Þjórsárdal

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Laugin í Þjórsárdal er ónýt.
Laugin í Þjórsárdal er ónýt. vísir/vilhelm

Auglýsa á breytingar á aðalskipulagi og deiliskipulagi svo hægt verði að byggja nýja sundlaug í Þjórsárdal og gistiaðstöðu þar hjá. Þetta var samþykkt í skipulagsnefnd Skeiða- og Gnúpverjahrepps þremur dögum fyrir jól.

„Áætlanir eru um að byggja upp baðstað á svæðinu með laugasvæði fyrir almenning, ásamt búningsaðstöðu, veitingastað og gistiaðstöðu í allt að 40 herbergjum/gistirýmum. Mannvirki verða á allt að tveimur hæðum og felld að landi eins og kostur er,“ segir í skipulagslýsingu.

Það er Rauðikambur ehf. sem stendur að verkefninu. Félagið er í eigu Ragnheiðar B. Sigurðardóttur, Ellerts K. Schram og Magnúsar Orra Schram, fyrrverandi alþingismanns.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.