Innlent

Lagt til að 76 einstaklingar fái ríkisborgararétt

Þórdís Valsdóttir skrifar
Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag.
Frumvarpið var lagt fram á Alþingi í dag. V'isir/Vilhelm

Allsherjar- og menntamálanefnd hefur lagt fram frumvarp á Alþingi þess efnis að 76 einstaklingar hljóti íslenskan ríkisborgararétt. 

Flestir einstaklinganna eru fæddir í Sýrlandi eða sextán manns. Þá eru tíu einstaklingar fæddir í Bandaríkjunum.

Sá yngsti í hópnum sem nefndin leggur til að fái ríkisborgararétt er fæddur árið 2013, hann heitir Asgeir Agust Grey og var fæddur í Bandaríkjunum. Sú elsta í tillögu nefndarinnar er Marilyn Kehualani Yee sem fæddist árið 1949, einnig í Bandaríkjunum. 

Nefndinni bárust alls 125 umsóknir um ríkisborgararétt og leggur nefndin til að 76 umsóknir verið samþykktar og þeim einstaklingum veittur ríkisborgararéttur. 

Fjöldinn er heldur meiri en undanfarin misseri en tilsamanburðar má geta þess að á sama tíma á síðasta ári lagði nefndin til að 31 einstaklingur yrði veittur ríkisborgararéttur af 56 umsóknum sem bárust.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.